Sigurður Ólafsson f.h. Mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar óskar eftir framkvæmdaleyfi.
Verkið felur í sér lagningu útrásar- og yfirfallslagna frá væntanlegri hreinsistöð fyrir Selfoss, að Ölfusá við Geitanes. Einnig verður gerð útrás út í Ölfusá í Geitanesflúðum og grafið fyrir hreinsistöðvarmannvirki, auk frágangs á yfirborði vinnusvæðis.
Svar
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi, og leggur til við Bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt, og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.