Víkurheiði. Framlenging vega - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 5
28. júlí, 2022
Annað
Fyrirspurn
Sigurður Ólafsson f.h. Mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar óskar eftir framkvæmdaleyfi. Verkið felur í sér lagningu vegar í framhaldi af Víkurheiði B og gera nýjan vegstút inn að verðandi Stekkjaheiði, með aðgengi/aðkomu að Eyði-Mörk 3, Dælustöð við Víkurheiði. Bygging dælustöðvar og endurnýjun Ø300 hitaveitulagnar frá hringtorgi við Suðurhóla að dælustöð við Eyði-Mörk 3 er mjög mikilvæg framkvæmd vegna rekstraröryggis Selfossveitna niður að Strönd (Eyrarbakki og Stokkseyri). Við lagningu vegar fyrir Stekkjaheiði verður lagt niður Ø500 rör vegna skurðakerfis á svæðinu til að tryggja flæði vatns á svæðinu.
Málið var tekið fyrir á 3. fundi, skipulags- og byggingarnefndar, 27. júlí.
Svar

Bókun 3. fundar skipulags- og byggingarnefndar:

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi, og leggur til við Bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt, og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Bæjarráð samþykkir samhljóða framkvæmdaleyfi vegna lagningu vegar í framhaldi af Víkurheiði B og gera nýjan vegstút inn að verðandi Stekkjaheiði, með aðgengi/aðkomu að Eyði-Mörk 3, Dælustöð við Víkurheiði og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.