Fyrirspurn
Tillaga frá 2. fundi fræðslunefndar frá 25. ágúst sl. liður 1. Minnisblað um skólaþjónustu Árborgar.
Margrét Björk Brynhildardóttir, deildarstjóri skólaþjónustu, kynnti stöðuskýrslu um skólaþjónustu og minnisblað. Til að mæta mikilli þörf fyrir þjónustu var lagt til að bætt yrði við einu stöðugildi talmeinafræðings og einu stöðugildi kennsluráðgjafa/hegðunarráðgjafa hjá skólaþjónustu strax í ársbyrjun 2023.
Fræðslunefnd vísaði þessum tillögum til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2023.