umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eyravegur 22
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 5
31. ágúst, 2022
Annað
Fyrirspurn
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar, af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 24.8.2022: „Samúel Smári Hreggviðsson hönnunarstjóri f.h. Saulius Vareika sækir um leyfi til að byggja við núverandi íbúðarhús. Helstu stærðir viðbyggingar er 115,7 m2 og 413,0 m3. Í viðbyggingu eru tvær nýjar íbúðir. Framkvæmdin er í umfangsflokki 1, deiliskipulag liggur ekki fyrir. Fyrir liggur yfirlýsing meðeiganda um aðild að umsókninni og samþykki. Vísað til skipulas- og byggingarnefndar.“ Á svæðinu liggur ekki fyrir gildandi deiliskipulag.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd telur að áform um fjölgun íbúða á lóðinni Eyravegur 22, sé ekki tímabær á meðan ekki hefur verið unnið rammaskipulag fyrir svæðið í heild, eins og endurskoðað aðalskipulag Árborgar 2020-2036, gerir ráð fyrir, þar sem svæðið meðfram Eyravegi er skilgreint sem miðsvæði/þróunarsvæði.

800 Selfoss
Landnúmer: 161997 → skrá.is
Hnitnúmer: 10058667