Fjallað var um málið á 5.fundi skipulags-og byggingarnefndar. Skipulags- og byggingarnefnd telur að áform um fjölgun íbúða á lóðinni Eyravegur 22, sé ekki tímabær á meðan ekki hefur verið unnið rammaskipulag fyrir svæðið í heild, eins og endurskoðað aðalskipulag Árborgar 2020-2036, gerir ráð fyrir, þar sem svæðið meðfram Eyravegi er skilgreint sem miðsvæði/þróunarsvæði.