Breyting á gildandi deiliskipulagi
Árvegur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 3
24. ágúst, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir á 4. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 17. ágúst sl.
Sigríður Magnúsdóttir Teiknistofunni Tröð, lagði fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Árveg 1, á Selfossi. Breytingin er tilkomin vegna áforma um stækkun á húsnæði HSU. Umfang væntanlegrar stækkunar er meira en núverandi heimildir í gildandi deiliskipulagi. Óskað er eftir breytingu sem felur í sér auknar byggingarheimildir og rýmri byggingarreit, skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti tillöguna í samræmi við 43.gr. skipulagslaga nr. 123.2010, og lagði til við bæjarstjórn Árborgar að samþykkja tillöguna í samræmi við ofangreinda lagagrein skipulagslaga, og að hún verði auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga.
Svar

Bragi Bjarnason, D-lista tekur til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum tillöguna í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.

Landnúmer: 161836 → skrá.is
Hnitnúmer: 10091893