Fyrirspurn
Tekið fyrir á 4. fundi skipulags- og byggingarnefndar, dags. 17. ágúst sl.
Guðjón Þórir Sigfússon f.h. landeiganda, lagði fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir lóðina Skógarflöt, L203245. Breytingin felur í sér að stofnuð verði ný lóð, og skilgreindur byggingarreitur auk byggingarheimilda fyrir íbúðarhúsi, allt að 300m2, bifreiða- og vélageymslu, allt að 250m2 og hesthúsi allt að 200m2. Nýtingarhlutfall að 0,15. Mesta þakhæð allt að 8,0m. Þakhalli 0-45 gráður. Sömu skilmálar gilda fyrir núverandi lóð.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti tillöguna í samræmi við 43.gr. skipulagslaga nr. 123.2010, og lagði til við bæjarstjórn Árborgar að samþykkja tillöguna í samræmi við ofangreinda lagagrein skipulagslaga, og að hún verði auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga