Fyrirspurn
Mál áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 31.8.2022:
„Vísað til skipulags- og byggingarnefndar, af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 24.8.2022: Fernando Andrés C. de Mendonca hönnunarstjóri f.h. Sláturfélags Suðurlands sækir um leyfi til að setja upp þrjú hús fyrir 36 starfsmenn. Framkvæmdin er í umfangsflokki 2. Deiliskipulag liggur ekki fyrir og því þarf að grenndarkynna umsóknina með vísan til 44. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Á lóðinni stóðu áður starfsmannahús sem hafa verið rifin. Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulags og byggingarnefnd hafnar erindinu á þeim forsendum að íbúðabyggð er ekki heimil á svæðinu samkvæmt aðalskipulagi Árborgar og deiliskipulag hefur ekki verið unnið fyrir svæðið. Þetta erindi samræmist ekki fyrri upplýsingum sem kynntar voru fyrir skipulagsnefnd á fundi 90 & 92. „
Þórður Smári Sverrisson verkefnisstjóri og ráðgjafi hjá Sláturfélagi Suðurlands hefur sent inn erindi þar sem fram kemur að í fyrri umsókn hafi verið sótt um byggingarleyfi á röngum forsendum.
Sótt er um byggingarleyfi fyrir stafmannahúsum sem muni hýsa starfsfólk tímabundið (á há annatímum) og muni ekki verða um að ræða fasta búsetu í húsunum. Húsin verða reist á „léttum? undirstöðum (steyptum bitum, á malarpúða sem er til staðar að mestu) en ekki hefðbundnum steyptum sökklum og botnplötu. Húsin eru ekki hefðbundin gámahús heldur einingahús sem klædd eru áli og sementsplötum, o er um að ræða snyrtileg hús. Hafin er vinna við gerð deiliskipulags fyrir svæði SS sem mun fela í sér m.a. þessa gerð húsa enda nauðsynlegt vegna starfsemi SS í Fossnesi. Óskað er byggingarleyfi til allt að 36 mánaða fyrir þessum húsum eða þar til deiliskipulagsvinnu fyrir svæði Sláturfélags Suðurlands í Fossnesi er lokið.