Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Fossnes
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 6
6. september, 2022
Annað
Fyrirspurn
Mál áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 31.8.2022: „Vísað til skipulags- og byggingarnefndar, af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 24.8.2022: Fernando Andrés C. de Mendonca hönnunarstjóri f.h. Sláturfélags Suðurlands sækir um leyfi til að setja upp þrjú hús fyrir 36 starfsmenn. Framkvæmdin er í umfangsflokki 2. Deiliskipulag liggur ekki fyrir og því þarf að grenndarkynna umsóknina með vísan til 44. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Á lóðinni stóðu áður starfsmannahús sem hafa verið rifin. Vísað til skipulags- og byggingarnefndar. Skipulags og byggingarnefnd hafnar erindinu á þeim forsendum að íbúðabyggð er ekki heimil á svæðinu samkvæmt aðalskipulagi Árborgar og deiliskipulag hefur ekki verið unnið fyrir svæðið. Þetta erindi samræmist ekki fyrri upplýsingum sem kynntar voru fyrir skipulagsnefnd á fundi 90 & 92. „
Þórður Smári Sverrisson verkefnisstjóri og ráðgjafi hjá Sláturfélagi Suðurlands hefur sent inn erindi þar sem fram kemur að í fyrri umsókn hafi verið sótt um byggingarleyfi á röngum forsendum. Sótt er um byggingarleyfi fyrir stafmannahúsum sem muni hýsa starfsfólk tímabundið (á há annatímum) og muni ekki verða um að ræða fasta búsetu í húsunum. Húsin verða reist á „léttum? undirstöðum (steyptum bitum, á malarpúða sem er til staðar að mestu) en ekki hefðbundnum steyptum sökklum og botnplötu. Húsin eru ekki hefðbundin gámahús heldur einingahús sem klædd eru áli og sementsplötum, o er um að ræða snyrtileg hús. Hafin er vinna við gerð deiliskipulags fyrir svæði SS sem mun fela í sér m.a. þessa gerð húsa enda nauðsynlegt vegna starfsemi SS í Fossnesi. Óskað er byggingarleyfi til allt að 36 mánaða fyrir þessum húsum eða þar til deiliskipulagsvinnu fyrir svæði Sláturfélags Suðurlands í Fossnesi er lokið.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við byggingaráformin. Nefndin beinir því til forsvarsmanna lóðarhafa að huga vel að aðgengi, ásýnd og frágangi lóðar umhverfis húsin, og að vinnu við deiliskipulag verði hraðað eins og kostur er.

800 Selfoss
Landnúmer: 161791 → skrá.is
Hnitnúmer: 10116194