Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Fossnes
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Afgreiðslufundur- og nefnd byggingarfulltrúa nr. 99
7. september, 2022
Annað
Fyrirspurn
Fernando Andrés C. de Mendonca hönnunarstjóri f.h. Sláturfélags Suðurlands sækir um leyfi til að setja upp þrjú hús fyrir 36 starfsmenn. Helstu stærðir 411,6 m2 og 1.152,3 m3. Málið var áður á 98. afgreiðslufundi og var á vísað til skipulags- og byggingarnefndar. Fulltrúi umsækjanda hefur uppfært umsóknina og sækir nú um byggingarleyfi fyrir starfsmannabúðum til allt að 36 mánaða eða þar til lokið hefur verið gerð deiliskipulags fyrir svæði Sláturfélags Suðurlands í Fossnesi.
Svar

Fjallað var um umsóknina á 5. og 6.fundi skipulags-og byggingarnefndar. Samþykki nágranna liggur fyrir.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við byggingaráformin en beinir því til forsvarsmanna lóðarhafa að huga vel að aðgengi, ásýnd og frágangi lóðar umhverfis húsin, og að vinnu við deiliskipulag verði hraðað eins og kostur er.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.

Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

800 Selfoss
Landnúmer: 161791 → skrá.is
Hnitnúmer: 10116194