Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar tekur undir bókun bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar um stöðu mönnunar heilbrigðisstarfsfólks á heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni. Ekki er jafnt aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu vegna undirmönnunar. Bæjarráð leggur til að fá Díönu Óskarsdóttur, forstjóra HSu inn á fund sem fyrst til að eiga samtal um stöðuna á HSu.