Beiðni um stækkun á iðnaðahúsnæði
Gagnheiði 37
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 8
27. september, 2022
Annað
Fyrirspurn
Mál áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar dags. 31.8.2022: Þröstur Hafsteinsson f.h. ÞH Blikk á Selfossi, leggur fram fyrirspurn um hvort leyfi fáist til stækkunar á Gagheiði 37. Stækkun yrði að norðanverðu við núverandi hús, til aukningar á geymsluplássi (plötugeymsla), allt 100m2, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við byggingaráformin, með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna þarf fyrir lóðarhöfum að Gagnheiði 35, 39 og framvísa þarf samþykki meðeiganda Gagnheiði 37. Tillagan hefur verið grenndarkynnt og hafa borist athugasemdir.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir þær athugasemdir sem m.a. benda til að viðbygging að norðanverðu muni ná út í lóðarmörk og þar með hafa neikvæð áhrif á lóðarhafa Gagnheiði 35. Þá liggur ekki fyrir samþykki meðeigenda Gagnheiði 37. Nefndin hafnar áformum um fyrirhugaða viðbyggingu.

800 Selfoss
Landnúmer: 162181 → skrá.is
Hnitnúmer: 10059367