Fyrirspurn
Einar Bárðarson f.h. Votlendissjóðs, óskar eftir leyfi sveitarfélagsins, (framkvæmdaleyfi) sem felur í sér að loka gömlum skurðum sem liggja vestan við og sunnan við Óseyraveg, skv. meðfylgjandi gögnum. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru ekki taldar hafa áhrif á tún nágrannajarða eða önnur nálæg mannvirki. Fuglavernd Íslands og Votlendissjóður hafa gert með sér samning um endurheimt votlendis í Friðlandinu Flóa í sveitarfélaginu Árborg. Landsvæðið er í eigu Árborgar. Markmið með fyrirhuguðum framkvæmdum er að skapa betra búsetuskilyrði fyrir fugla og á sama tíma binda kolefni.