Fjölgun rafhleðslustöðva í Svf. Árborg
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 8
1. september, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá bæjarfulltrúum D-lista, lagt var til að Mannvirkja- og umhverfissviði yrði falið að gera áætlun til næstu 5 ára um fjölgun rafhleðslustöðva fyrir bifreiðar í Sveitarfélaginu Árborg. Markmiðið sé að Sveitarfélagið Árborg sé áfram að stíga jákvæð skref í umhverfis- og loftslagsmálum og fylgja aukinni rafbílaeign á Íslandi. Horft sé til staðsetningar, fjölda og kostnaðar rafhleðslustöðva í áætluninni.
Svar

Sveitarfélagið Árborg hefur komið að uppsetningu nokkurra rafhleðslustöðva við stofnanir sveitarfélagsins á undanförnum árum í samstarfi við einkaaðila með góðum árangri. Það er fyrirsjáanlegt að fjölgun rafbíla á Íslandi kallar eftir fjölgun rafhleðslustöðva sem bæði nýtast íbúum og gestum sem heimsækja Sveitarfélagið Árborg. Við teljum því mikilvægt að sveitarfélagið setji sér áætlun til næstu ára um mögulega fjölgun rafhleðslustöðva. Horfa þarf til þess að fjölga rafhleðslustöðvum á núverandi bílastæðum og gera áætlun um uppsetningu á nýjum bílastæðum við stofnanir eða opin svæði. Þetta er í samræmi við markmið Sveitarfélagsins Árborgar í umhverfis- og loftslagsmálum .

Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela mannvirkja- og umhverfissviði að gera áætlun til næstu 5 ára um fjölgun rafhleðslustöðva fyrir bifreiðar í Sveitarfélaginu Árborg.