Málið var áður á fundi 99 og var þá frestað þar sem lóðin taldist ekki byggingarhæf skv. Reglum Árborgar um úthlutun lóða.
Bæjarráð hefur samþykkt undanþágu frá samningi Fagralands ehf. og Sveitarfélagsins Árborgar varðandi lokaúttekt og afhendingu byggingarlóða, samninga við veitufyrirtæki og framlagningu tímaáætlana, og reglum Árborgar um byggingarhæfi lóða. Undanþágan tekur m.a. til lóðarinnar Hæðarland 32-42.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Samþykkt byggingaráforma / útgáfa byggingarleyfis felur ekki í sér skuldbindingu um tengingu veitna.