Helga Lind Pálsdóttir, D-lista, Arnar Freyr Ólafsson, B-lista, Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista taka til máls.
Hlé var gert á fundi kl. 17.42
Fundi fram haldið kl. 17.48
Lagt er til að málinu verði frestað til næsta bæjarstjórnarfundar, 5. okt. tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Eftirfarandi bókun er lögð fram af hálfu bæjarstjórnar:
Fyrir liggur minnisblað deildarstjóra félagsþjónustu, dags. 21. september 2022 þar sem fram koma sjónarmið er leiða líkur að því að hagsmunum sveitarfélagsins sé betur borgið með þátttöku í umdæmisráði í Kraganum og Reykjanessskaga. Í ljósi framangreinds frestar bæjarstjórn að taka afstöðu til tillögunnar um að gerast aðili að umdæmisráði barnaverndar á landsvísu og deildarstjóra félagsþjónustu og sviðsstjóra fjölskyldusviðs veitt umboð til þess að fara í formlegar viðræður um aðild við stofnendur umdæmisráðs Kragans.