Bæjarráð telur að þjónusta sveitarfélagsins í málaflokki barnaverndar verði best veitt með því að Sveitarfélagið Árborg gerist aðili að umdæmisráði barnaverndar á landsvísu. Felur bæjarráð bæjarstjóra að vinna að samþykki samnings þar að lútandi kynna hann fyrir félagsmálanefnd og leggja fyrir bæjarstjórn til endanlegrar samþykktar. Jafnframt er bæjarritara falið að kanna hvort gera þurfi breytingar á bæjarmálsamþykkt vegna hins sameiginlega umdæmissráðs. Bæjarráð telur brýnt að þóknun ráðsmanna í umdæmisráðunum þremur sé samræmd og taki mið af þeim kostnaði sem verið hefur hjá sveitarfélögum. Álfheiður víkur af fundi klukkan 9:00