Fyrirspurn
Tillaga frá 9. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 12. október, liður 6. - Vegstæði - Hellir 161793.
Sigríður Anna Ellerup f.h. Vegagerðarinnar lagði fram ósk um að stofnuð yrði 97,587m2 lóð, út úr Hellislandi L161793. Mun hin nýstofnaða lóð í framhaldinu verða hluti af nýju vegsvæði Suðurlandsvegar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti stofnun lóðarinnar fyrir sitt leyti og lagði til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar og heiti yrði samþykkt.