Reglur um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Árborg
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 7
19. október, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 9. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 12. október, liður 12. Reglur um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Árborg.
Skipulags- og byggingarnefnd fór yfir reglur um úthlutun á lóðum í Sveitarfélaginu Árborg.
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við Bæjarstjórn Árborgar að samþykkja fyrirliggjandi breytingar vegna reglna um úthlutanir á lóðum í Sveitarfélaginu Árborg.
Svar

Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista, Bragi Bjarnason, D-lista, Arnar Freyr Ólafsson, B-lista, Björgvin G. Sigurðsson, S-lista, Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, taka til máls.

Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, óskar eftir að 1. varaforseti, Brynhildur Jónsdóttir, taki við stjórn fundarins.

Kjartan Björnsson, D-lista, tekur til máls.

Kjartan Björnsson, forseti, tekur við stjórn fundarins.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.