Fyrirspurn
Tillaga frá 3. fundi frístunda- og menningarnefndar, frá 20. september, liður 5. Hvunndagshetja Árborgar.
Kjartan Björnsson fór yfir hugmyndina um Hvunndagshetju Árborgar sem yrði útnefnd árlega.
Nefndinni leist vel á hugmyndina. Nýtt yrði ábendingargátt sveitarfélagsins til að safna saman tilnefningum. Valið yrði tilkynnt á einhverjum af bæjarhátíðum sumarsins í sveitarfélaginu.
Nefndin hefur þó valið hvunndagshetju ársins 2022 eftir fjölmargar ábendingar og verður valið tilkynnt í Menningmánuðinum október.