Á samþykktum aðaluppdrætti er gert ráð fyrir 8,4 m2 sérafnotafleti fyrir utan íbúðir á jarðhæð. Ekki þarf að sækja um leyfi eða leita samþykkis til að setja pall á þennan flöt.
Til að gera eitthvað annað á lóðinni s.s. að setja stærri pall (eða setja skjólveggi ) þarf að afla samþykkis allra eigenda íbúða að Heiðarstekk 8 (eða samþykki húsfélags) og leggja fram hjá byggingarfulltrúa.