Áskorun - sveitarfélög hindri verðhækkanir
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 12
6. október, 2022
Annað
Fyrirspurn
Erindi frá Félagi atvinnurekenda, Húseigendafélaginu og Landssambandi eldri borgara, dags. 21. september, þar sem skorað er á Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson, ráðherra sveitarstjórnarmála, að beita sér fyrir viðræðum við sveitarfélögin og hagsmunaaðila um að breyta lögum um fasteignamat og tekjustofna sveitarfélaga og koma á gegnsærra og sanngjarnara kerfi.
Svar

Bæjarráð skilur áhyggjur bréfritara af hækkunum fasteignaskatta en minnir á fasta tengingu þeirra við framlag Jöfnunarsjóðs við álagsprósentu fasteignaskatts, þ.e. framlag Jöfnunarsjóðs til sveitarfélagsins lækkar ef það fullnýtir ekki skattstofninn. Bæjarráð telur að núverandi fyrirkomulag fasteignaskatta geti skapað ranga hvata hjá sveitarfélögum og tilefni sé til endurskoðunar á gildandi aðferðafræði við samspil útreikninga fasteignaskatta og framlaga Jöfnunarsjóðs. Bæjarráð samþykkir að við gerð næstu fjárhagsáætlunar verði leytað allra leiða til að mæta íbúum vegna hækkunnar á fasteignamati.