Bæjarráð skilur áhyggjur bréfritara af hækkunum fasteignaskatta en minnir á fasta tengingu þeirra við framlag Jöfnunarsjóðs við álagsprósentu fasteignaskatts, þ.e. framlag Jöfnunarsjóðs til sveitarfélagsins lækkar ef það fullnýtir ekki skattstofninn. Bæjarráð telur að núverandi fyrirkomulag fasteignaskatta geti skapað ranga hvata hjá sveitarfélögum og tilefni sé til endurskoðunar á gildandi aðferðafræði við samspil útreikninga fasteignaskatta og framlaga Jöfnunarsjóðs. Bæjarráð samþykkir að við gerð næstu fjárhagsáætlunar verði leytað allra leiða til að mæta íbúum vegna hækkunnar á fasteignamati.