Tillaga frá UNGSÁ um að fulltrúi ungmennaráðs sitji í undirbúnings- og starfshópum varðandi málefni ungs fólks
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 6
5. október, 2022
Annað
Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að fulltrúi ungmennaráðs sitji í undirbúnings- og starfshópum varðandi málefni ungs fólks.
Ungmennaráðið leggur til að í undirbúnings- og starfshópum sem varða ungmenni á einn eða annan hátt séu alltaf fulltrúar ungmennaráðs. Okkur finnst þetta sérstaklega vanta þegar unnið er að undirbúningi að skólastarfi, uppbyggingu skóla eða í frístundastarfi. Þá eru fulltrúar úr viðeigandi nefndum, starfsfólk og bæjarfulltrúar. Við viljum að það verði fulltrúi ungmennaráðs í undirbúnings- og starfshópum í náinni framtíð. Sjónarhorn ungmenna verður því framfylgt frá upphafi til enda.
Svar

Ásrún Aldís Hreinsdóttir tók til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til bæjarráðs.