Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að fulltrúi ungmennaráðs sitji í undirbúnings- og starfshópum varðandi málefni ungs fólks.
Ungmennaráðið leggur til að í undirbúnings- og starfshópum sem varða ungmenni á einn eða annan hátt séu alltaf fulltrúar ungmennaráðs. Okkur finnst þetta sérstaklega vanta þegar unnið er að undirbúningi að skólastarfi, uppbyggingu skóla eða í frístundastarfi. Þá eru fulltrúar úr viðeigandi nefndum, starfsfólk og bæjarfulltrúar. Við viljum að það verði fulltrúi ungmennaráðs í undirbúnings- og starfshópum í náinni framtíð. Sjónarhorn ungmenna verður því framfylgt frá upphafi til enda.