Fyrirspurn
Tillaga frá 6. fundi bæjarstjórnar, frá 5. október, liður 1. 2209290 - Tillaga frá UNGSÁ um að fulltrúi ungmennaráðs sæti í undirbúnings- og starfshópum varðandi málefni ungs fólks.
Ungmennaráðið lagði til að í undirbúnings- og starfshópum sem varða ungmenni á einn eða annan hátt séu alltaf fulltrúar ungmennaráðs. Þeim finnst þetta sérstaklega vanta þegar unnið er að undirbúningi að skólastarfi, uppbyggingu skóla eða í frístundastarfi. Þá væru fulltrúar úr viðeigandi nefndum, starfsfólk og bæjarfulltrúar. Þau vilja að það verði fulltrúi ungmennaráðs í undirbúnings- og starfshópum í náinni framtíð. Sjónarhorn ungmenna yrði því framfylgt frá upphafi til enda.
Að loknum umræðum samþykkti bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til bæjarráðs.