Tillaga frá UNGSÁ um lengri opnunartíma Sundhallar Selfoss
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 6
5. október, 2022
Annað
Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að opnunartími Sundhallar Selfoss verði lengdur. Ungt fólk nýtir sér sundlaugina oftast á kvöldin t.d. eftir æfingar eða þegar að dagskrá þeirra yfir daginn hefur klárast. Ef að opnunartímar yrðu lengdir gætu notendur líkamsræktarinnar World Class einnig nýtt sér aðstöðu sundlaugarinnar eftir lokunartíma líkamsræktarinnar. Það hefur forvarnarlegt gildi að hafa opið lengur um helgar þar sem að engin skipulögð dagskrá er í boði fyrir ungmenni á laugardagskvöldum. Okkar upplifun frá samtölum við jafnaldra er að mikil eftirspurn er fyrir lengdum opnunartíma í sundlauginni, sérstaklega um helgar í ljósi þess að félagsmiðstöðin sé lokuð á þeim tíma. Þetta ýtir undir samveru fjölskyldna, við teljum að fjölskyldur nýti sér frekar sundlaugar um helgar og þess vegna væri sniðugt að lengja opnunartíma þá daga.
Svar

Bjarni Gunnarsson tók til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til frístunda- og menningarnefndar.