Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að tíðarvörur verði aðgengilegar á salernum stofnana í Árborg gjaldfrjálst.
Ungmennaráð telur aðgengi að tíðarvörum nauðsynlegt inn á salerni skóla- og íþróttastofnanna ásamt félagsmiðstöðva innan sveitarfélagsins. Erfitt er fyrir ungt fólk að tala um þetta málefni og enn fremur að þurfa að biðja um tíðarvörur þegar þeim vantar þær nauðsynlega. Þegar að blæðingar hefjast er algengt að þær séu óreglulegar og getur það aukið verulega kvíða og streitu ungra einstaklinga að óttast að byrja á blæðingum í skólanum eða á æfingu eða að þurfa að nota salernið og hafa ekki tíðarvörur meðferðis. Það er mjög þægilegt og einfalt að hafa tíðarvörur inn á salernum. Tíðarandinn í samfélaginu er sá að tíðarvörur eru almennar hreinlætisvörur og ættu að vera aðgengilegar á salernum stofnana gjaldfrjálst. Okkur finnst að sveitarfélagið eigi að vera í takt við þennan tíðaranda.