Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að bætt verði aðgengi að skólasálfræðing.
Ungmennaráðinu finnst nauðsynlegt að bæta aðgengi skólasálfræðinga innan grunnskóla Árborgar. Núna er enginn fastur skólasálfræðingur innan skólanna. Oft lenda nemendur í því að þurfa tala við umsjónarkennara, námsráðgjafa eða unglingaráðgjafa, okkar reynsla er sú að það hefur ekki sömu afleiðingar og ef talað er við sálfræðing. Það sárvantar aukið aðgengi fyrir ungmenni að sálfræðiaðstoð. Við í Ungmennaráðinu viljum sjá skólasálfræðinga með opna viðtalstíma í skólum sveitarfélagsins þar sem aðgengi er greitt og nemendur geta nýtt sér aðstoðina.