Tillaga frá UNGSÁ um að aukið verði við frístundastrætó
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 6
5. október, 2022
Annað
Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að aukið verði við frístundastrætó. Ungmennaráði finnst nauðsynlega vanta frístundaakstur frá Stokkseyri og Eyrarbakka, í gegnum sveitirnar og uppá Selfoss. Þetta myndi auka bæði aðgengi að tómstundum ásamt því að létta virkilega á forráðamönnum einnig eykur það öryggi barnanna á að taka strætó í framtíðinni. Með þessu gæti þátttaka og áhugi barna á að stunda tómstundirnar farið í aukana. Við erum stórt og dreift sveitarfélag og ekki er í lagi að mismuna milli byggðarlaga. Til viðbótar myndi það menga minna ef að færri ferðir verði farnar á einkabílum.
Svar

Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir tók til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til frístunda- og menningarnefndar.