Tillaga frá UNGSÁ um að hækkuð verði laun ungmennaráðsmeðlima
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 6
5. október, 2022
Annað
Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að hækkað verði laun ungmennaráðsmeðlima úr hálfum nefndarlaunum í full nefndarlaun. Ungmennaráðið fundar tvisvar í mánuði og hefur síðustu ár bara fengið greidd hálf nefndarlaun fyrir annan fundinn. Við óskum eftir því að hækka laun ungmennaráðsmeðlima úr hálfum nefndarlaunum í full ásamt því að fá greitt fyrir báða fundi í mánuði. Við erum alveg jafn mikilvæg og aðrar nefndir sveitarfélagsins og þess vegna ættu launin að vera í samræmi við það. Ungmennaráðið leggur jafn mikinn tíma, vinnu og metnað í starf sitt líkt og meðlimir annara nefnda. Við erum til dæmis að halda fjóra viðburði í menningarmánuðinum.
Svar

Hjördís Katla Jónasdóttir tók til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til bæjarráðs.