Framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborholum á Selfossi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 7
19. október, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 9. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 12. október, liður 1. Framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborholum á Selfossi.
Sigurður Þór Haraldsson f.h. Selfossveitna óskaði eftir framkvæmdaleyfi fyrir borun á tveimur tilraunaborholum eftir heitu vatni, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti umsókn um framkvæmdaleyfi, og lagði til við Bæjarstjórn Árborgar að umsókn yrði samþykkt, og skipulagsfulltrúa yrði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Svar

Sveinn Ægir Birgisson, D-lista tekur til máls.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborholum á Selfossi og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.