Hermann Ólafsson,Landhönnun, leggur fram óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi íbúðasvæðis Björkurstykkis.
Breytingin tekur til stækkunar byggingarreits grunnskóla, þar sem byggingarreitur er færður um tvo metra til suðurs. Breytingin er til komin vegna óska um stækkun sérkennsluálmu, smíðakennslustofu.
Svar
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 , og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.