Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Björkurstekkur 61A
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 11
9. nóvember, 2022
Annað
Fyrirspurn
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 2.11.2022: „Kjartan Sigurbjartsson hönnuður fyrir hönd Bergþórs Inga Sigurðssonar sækir um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir eru: 470,9m2 og 1549,9m3. Framkvæmdin er í umfangsflokki 2. Nýtingarhlutfall er hærra en deiliskipulag gerir ráð fyrir. Vísað til skipulags- og byggingarnefndar. „ Aðaluppdrættir gera grein fyrir kjallara undir hluta húss.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að setja af stað vinnu í samvinnu við skipulagshönnuð,deiliskipulagsbreytingu, sem miðar að því að gefa rými til byggingar kjallara undir íbúðarhús í deiliskipulagi Björkurstykkis og þá sérstaklega m.t.t. nýtingarhlutfalls lóða.

Landnúmer: 232521 → skrá.is
Hnitnúmer: 10145210