Víðistaðaskóli, stefna
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1649
17. desember, 2010
Annað
Fyrirspurn
7. liður úr fundargerð BÆJH 16. des. sl. Tekið fyrir að nýju. Gerð grein fyrir samkomulagi um uppgjör vegna framkvæmda við skólann. Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi samkomulag um uppgjör við ÁF hús ehf. vegna stækkunar Víðistaðaskóla og leggur til við bæjarstjórn: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að gefa út skuldabréf að upphæð kr. 76.974.320 til sjö ára í samræmi við fyrirliggjandi skilmála í samkomulagi um uppgjör vegna Víðistaðaskóla, sem kynnt var í bæjarráði 16. desember 2010. Jafnframt er Guðmundi Rúnari Árnasyni, kt. 010358-4779, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita skuldabréf sbr. framangreint og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem því tengjast.“
Svar

Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari.   Bæjarstjórn samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu úr bæjarráði.