Framtíðarhafnarsvæði.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 225
28. apríl, 2009
Annað
Fyrirspurn
Sviðsstjóri og formaður gera grein fyrir viðræðum við hafnarstjóra og formann hafnarstjórnar um að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi hafnar vestan Straumsvíkur, þar sem skipulagi er frestað í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025. Lagðir fram minnispunktar sviðsstjóra.
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að hefja vinnu við undirbúning að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar svæði vestan Straumsvíkur þar sem skipulagi var frestað. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að hafin verði vinnu við undirbúning að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar svæði vestan Straumsvíkur þar sem skipulagi var frestað."   Trausti Baldursson gerir grein fyrir atkvæði sínu: Ég samþykki framangreinda samþykkt um að hafin verði vinna við að ljúka skipulagi fyrir framangreint svæði en með þeim fyrirvara að það sé skipulagsvinnan sem eigi að leiða í ljós til hvers svæðið verður nýtt.