Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillagan verði send í auglýsingu samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags-og byggingarráð bendir framkvæmdaraðila á að sækja þarf um undanþágu frá reglugerð nr. 533/2001. Jafnframt felur skipulags- og byggingarráð skipulags- og byggingarsviði að kynna tillöguna fyrir nágrannasveitarfélögum. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar Suðvesturlínur verði send í auglýsingu samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997." Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn atkvæði fulltrúa VG sem vísar í fyrri bókanir og telur að fulltrúar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarráði hafi vikið frá ábyrgri náttúruvernd með þessari samþykkt. Fulltrúar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks benda á að framkvæmdin hefur farið í mat á umhverfisáhrifum og er nú samþykkt til auglýsingar vegna breytinga á aðalskipulagi. Að loknu auglýsingarferli verður tekin endanleg afstaða til málsins. Í því sambandi er rétt að fram komi að taka þarf afstöðu um legu línunnar um vatnsverndarsvæði, en ákvörðun um undanþágu vegna legu um brunnsvæði og staðfesting skipulagsins liggur hjá umhverfisráðherra. Fulltrúi VG telur að það sé greinilegur vilji Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks að línur liggji yfir brunn- og vatnsverndarsvæði og leggur þá ábyrgð á umhverfisráðherra. Fulltrúar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks benda á að málið hefur fengið eðlilega og lögformlega málsmeðferð á öllum stigum og eru þess viss að umhverfisráðherra skorist ekki undan þeirri ábyrgð sem ráherranum er falið lögum samkvæmt.