Aðalskipulag Hafnarfjarðar, raflínur og tengivirki.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 249
13. apríl, 2010
Samþykkt
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar flutningskerfi raforku til samræmis við áætlanir Landsnets um styrkingu raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi og samkomulag Hafnarfjarðar og Landsnets þar um, sem samþykkt var af bæjarstjórn 11.11.2008. Breytingarnar eiga við raflínur og jarðstrengi frá Geithálsi og Sandskeiði að núverandi og fyrirhuguðum tengivirkjum í Hafnarfirði og áfram þaðan að álverinu í Straumsvík og til Suðurnesja. Bæjarstjórn samþykkti að auglýsa tillöguna ásamt Eflu verkfræðistofu dags. 18.10.2009. Haldinn var forstigskynningarfundur 07.09.2009. Áður lagt fram álit Skipulagsstofnunar á frummatsskýrslu dags. 17.09.2009 og endanleg matsskýrsla Eflu og Landsnets dags. 10.08.2009. Tekið fyrir að nýju bréf Skipulagsstofnunar dags. 18.11.2009 varðandi auglýsingu tillögunnar, en Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði að bregðast við athugasemdum sem þar komu fram. Áður lagðar fram umsagnir Fornleifaverndar ríkisins og Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, ásamt lagfærðum skipulagsuppdrætti dags. 01.02.2010 og lagfærðri umhverfisskýrslu dags.16. október 2009. Áður lagðar fram umsagnir Umhverfisstofnunar dags. 03.03.2010, umsögn framkvæmdastjórnar vatnsverndarsvæða Höfuðborgarsvæðisins dags. 26.02.2010 og umsögn stjórnarmanna Hraunavina dags. 28.02.2010. Áður lögð fram samantekt sviðsstjóra á innkomnum athugasemdum.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillagan verði send í auglýsingu samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags-og byggingarráð bendir framkvæmdaraðila á að sækja þarf um undanþágu frá reglugerð nr. 533/2001. Jafnframt felur skipulags- og byggingarráð skipulags- og byggingarsviði að kynna tillöguna fyrir nágrannasveitarfélögum. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar Suðvesturlínur verði send í auglýsingu samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."   Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn atkvæði fulltrúa VG sem vísar í fyrri bókanir og telur að fulltrúar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarráði hafi vikið frá ábyrgri náttúruvernd með þessari samþykkt.   Fulltrúar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks benda á að framkvæmdin hefur farið í mat á umhverfisáhrifum og er nú samþykkt til auglýsingar vegna breytinga á aðalskipulagi. Að loknu auglýsingarferli verður tekin endanleg afstaða til málsins. Í því sambandi er rétt að fram komi að taka þarf afstöðu um legu línunnar um vatnsverndarsvæði, en ákvörðun um undanþágu vegna legu um brunnsvæði og staðfesting skipulagsins liggur hjá umhverfisráðherra.   Fulltrúi VG telur að það sé greinilegur vilji Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks að línur liggji yfir brunn- og vatnsverndarsvæði og leggur þá ábyrgð á umhverfisráðherra.   Fulltrúar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks benda á að málið hefur fengið eðlilega og lögformlega málsmeðferð á öllum stigum og eru þess viss að umhverfisráðherra skorist ekki undan þeirri ábyrgð sem ráherranum er falið lögum samkvæmt.