Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulags- og byggingarsviðs með áorðnum breytingum, samþykkir skipulagið og að málinu verði lokið samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Sviðsstjóra er falið að ljúka við að svara athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum. Sá fyrirvari er gerður um nákvæma legu línustæða að þeim verði hnikað til ef áður óþekktar fornminjar eða náttúruminjar koma í ljós við nánari athugun Hafnarfjarðarbæjar. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar Suðvesturlínur og að málinu verði lokið í samræmi við 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Bæjarstjórn tekur undir fyrirvara skipulags- og byggingarráðs varðandi línustæði ."