Í ljósi bæði innsendra athugasemda við auglýst skipulag Suðvesturlína og umsagna lögaðila telur Skipulagsráð rétt að ráðist verði í frekari fornleifaskráningu á umræddu skipulagssvæði með vísan í 11. gr. Þjóðminjalaga (2001/107/11.gr.)og mun í framhaldinu óska eftir áætlun þess efnis frá Byggðasafni Hafnarfjarðar. Í þeirri áætlun verði verkefnum forgangsraðað á þann hátt að byrjað verði á svæðinu við Hrauntungur og í Almenningi. Nýverið hefur verið ákveðið að fara í formlega endurskoðun á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 m.a. með sérstöku tilliti til umhverfisþátta, þar sem meðal annars þarf að yfirfara fornleifaskráningu í upplandi Hafnarfjarðar. Skipulags- og byggingarráð óskar eftir að skipulags- og byggingarsvið geri samskonar úttekt á náttúrufari í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar, einkum í Upplandinu og á svæðinu vestan Straumsvíkur. Vinna við bæði fornleifaskráningu og athugun á náttúrufari upplandsins mun þá nýtast við endurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar. Hvað varðar umræðu og athugasemdir um flutning rafmagns, annað hvort um loftlínur eða jarðstrengi tekur Skipulagsráð undir þær áherslur sem settar eru fram í núgildandi aðalskipulagi þar sem m.a. áætlað er að háspennulínur þær sem nú liggja að tengivirkinu í Hamranesi um íbúabyggð, verði lagðar í jarðstreng og jafnframt stefnt að því að raflína frá nýju tengivirki að Straumsvík verði lögð í jarðstreng eins fljótt og auðið er. Umsókn Landsnets um lagningu Suðvesturlína um land Hafnarfjarðar hefur verið til umræðu allt síðastliðið kjörtímabil. Vegna umfangs skipulagsins mun nýtt skipulagsráð óska eftir frekari kynningu á vinnu við skipulagið þar sem farið verði yfir forsendur og þær breytingar sem gerðar hafa verið á upphaflegum áætlunum.