Fyrirspurn
17.liður úr fundargerð SBH frá 19.okt. sl.
Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar flutningskerfi raforku til samræmis við áætlanir Landsnets um styrkingu raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi og samkomulag Hafnarfjarðar og Landsnets þar um, sem samþykkt var af bæjarstjórn 11.11.2008. Breytingarnar eiga við raflínur og jarðstrengi frá Geithálsi og Sandskeiði að núverandi og fyrirhuguðum tengivirkjum í Hafnarfirði og áfram þaðan að álverinu í Straumsvík og til Suðurnesja. Bæjarstjórn samþykkti að auglýsa tillöguna ásamt umhverfisskýrslu Eflu verkfræðistofu dags. 18.10.2009. Haldinn var forstigskynningarfundur 07.09.2009. Tillagan var auglýst 16.06.2010 og var umsganarfrestur til 25.07.2010. Athugasemdir bárust. Áður lagðar fram umsagnir Fornleifaverndar ríkisins, Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, Umhverfisstofnunar, umsögn framkvæmdastjórnar vatnsverndarsvæða Höfuðborgarsvæðisins og umsögn stjórnarmanna Hraunavina og samantekt sviðsstjóra á innkomnum athugasemdum. Lagðar fram umsagnir Grindavíkur dags. 01.07.2010 og Sveitarfélagsins Voga dags. 20.07.2010. Umsagnir stjórnar Reykjanesfólkvangs og Garðabæjar hafa ekki borist. Áður lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum umsögnum og athugasemdum. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að svörum við athugasemdum.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulags- og byggingarsviðs með áorðnum breytingum, samþykkir skipulagið og að málinu verði lokið samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Sviðsstjóra er falið að ljúka við að svara athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum. Sá fyrirvari er gerður um nákvæma legu línustæða að þeim verði hnikað til ef áður óþekktar fornminjar eða náttúruminjar koma í ljós við nánari athugun Hafnarfjarðarbæjar.
Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar Suðvesturlínur og að málinu verði lokið í samræmi við 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Bæjarstjórn tekur undir fyrirvara skipulags- og byggingarráðs varðandi línustæði."