Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1718
5. febrúar, 2014
Annað
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð UMFRAM frá 29.jan.sl. Lagðar fram fundargerðir Bygginganefndar nr. 111 og 112. Annar liður fundargerðar nr. 112, það er samþykkt Bygginganefndar er vísað til Umhverfis- og framkvæmdarráðs. Á fundinn mætir Erlendur Árni Hjálmarsson og fer yfir málið.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að samið verði við Sport-Tæki um gólfefni í frjálsíþróttahús FH. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá og vísa til bókunar sinnar við samþykkt fjárhagsáætlunar 2014.
Svar

Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls og tók varaforseti Kristinn Andersen við stjórn fundarins. Þá tók Helga Ingólfsdóttir til máls, Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari við ræðu Helgu Ingólfsdóttur, Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari.
Gunnar Axel Axelsson tók síðan til mál, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar,Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.
Lúðvík Geirsson tók þá til máls, síðan Valdimar Svavarsson, þá Helga Ingólfsdóttir.
Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók þessu næst til máls

Gert var stutt fundarhlé.

Forseti Margrét Gauja Magnúsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 6 atkvæðum að gengið yrði til samninga við Sport-Tæki um gólfenfi í frjálsíþróttahús FH.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá og kom Helga Ingólfsdóttir að svohljóðandi bókun f.h. þeirra:
"Varðandi Frjálsíþrótthús FH er það tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að orðið verði við óskum forsvarsmanna félagsins um viðræður varðandi aðkomu félagsins að lokafrágangi hússins m.a. til að styrkja rekstrargrundvöll og nýtingu þess til framtíðar.
Að öðru leyti vísast til tillagna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins við afgreiðslu fjárhagsáætlunar vegna ársins 2014."
Valdimar Svavarsson
Rósa Guðbjartsdóttir
Kristinn Andersen
Geir Jónsson
Helga Ingólfsdóttir

Gert var stutt fundarhlé.

Forseti Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að svohljóðandi bókun f.h. bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:
"Bæjarfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar vekja athygli á því að fulltrúar FH hafa aðkomu að verkefninu með þátttöku í bygginganefnd, þar sem jafnframt situr fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og liggur fyrir samhljóða niðurstaða hennar um að ráðast í þennan mikilvæga áfanga svo hægt sé að taka húsnæðið í notkun sem fyrst."
Margrét Gauja Magnúsdóttir
Gunnar Axel Axelsson
Sigríður Björk Jónsdóttir
Lúðvík Geirsson
Hörður Þorsteinsson
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir