Eldri borgarar, niðurgreiðsla og vildarkort
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1798
17. janúar, 2018
Annað
Fyrirspurn
5.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 12.jan. sl. Fjölskylduráð leggur til við bæjarstjórn að frístundastyrkur til eldri borgara verði hækkaður í samræmi við aðra hópa og fylgi þróun frístundastyrkja fyrir börn og ungmenni. Fjárhagslegar forsendur verða metnar um mitt ár og afstaða tekin til þess hvort gera þarf viðauka vegna breytingarinnar. Ráðið felur sviðsstjóra að endurskoða fyrirliggjandi samkomulag við ÍBH.
Svar

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum að frístundastyrkur til eldri borgara verði hækkaður í samræmi við aðra hópa og fylgi þróun frístundastyrkja fyrir börn og ungmenni.