Flatahraun 29, skráning fasteignar.
Flatahraun 29
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 222
24. mars, 2009
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf, dags. 24. febrúar sl., frá Gylfa Sveinssyni og Sigríði Önnu Þorgrímsdóttur vegna fasteignarinnar nr. 29 við Flatahraun. Lagt fram bréf Gústafs Þórs Tryggvasonar hrl. dags. 28.02.2008 þar sem farið er fram á að skráningu hússins verði breytt til samræmis við raunverulega notkun. Lóðin er á athafnasvæði skv. Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025.
Svar

Beiðni um breytingu á skráningu hússins úr iðnaðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði er synjað með tilvísun í 2. mgr. gr. 4.6.1 í skipulagsreglugerð, Skilgreining athafnasvæða. Þar segir m.a. að almennt skuli ekki gera ráð fyrir íbúðum á athafnasvæðum.