Hamraneshverfi 1. áfangi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 250
27. apríl, 2010
Annað
Fyrirspurn
Tekin til umræðu tillaga að breytingu á fjölbýlishluta skipulagsins í þeirri tillögu sem auglýst var 06.10.2008, athugasemdafresti lauk 17.11.2008. Engin athugasemd barst. Páll Tómasson og Guðmundur Gunnarsson Arkitektur.is mættu á fundinn og kynntu. Fulltrúi Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði Ágúst Pétursson mætti á fundinn.
Svar

Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna. Frekari umræðu er frestað til næsta fundar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna óska eftir samantekt á kostnaði á breytingartillögunni og frekari útskýringar á hvenær ákvörðun um vinnu við þessar breytingar var tekin.