Vatnsveita, Fagridalur rannsóknir
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 312
11. desember, 2012
Annað
Fyrirspurn
Framkvæmdaráð samþykkti 22.06.12 að heimila vatnsveitustjóra að sækja um nýtingarleyfi í Fagradal vegna vatnsréttinda þar. Dagur Jónsson vatnsveitustjóri mætir á fundinn.
Svar

Skipulags- og byggingarráð þakkar vatnsveitustjóra fyrir fróðlega kynningu.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir mikilvægi þess þegar horft er til framtíðar að vatnsöflun sé tryggð fyrir Hafnarfjörð, leggur til að hafnar verði viðræður við Grindavíkurbæ um málið og vísar málinu til bæjarstjóra.