Bæjarráð fagnar því að í drögum að nýrri jafnréttisstefnu er jafnréttishugtakið útvíkkað með þeim hætti að stefnan tekur einnig til jafnréttisstarfs í þágu annarra hópa eins og aldraðra, fatlaðra, samkynhneigðra og nýbúa. Í drögum er jafnframt kveðið skýrar en áður á um ábyrgð og nánari útfærslu á framkvæmd stefnunnar auk þess sem lagðar eru fram tillögur um hvernig mæla skuli árangur í jafnréttisstarfi á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Bæjarráð telur að ný janfréttisstefna sé raunhæf stefnu- og aðgerðaráætlun fyrir næstu fjögur ár í þeim mikilvæga málaflokki sem jafnréttismálin eru og veitir því jákvæða umsögn.