Álfaskeið 57 - ráðstöfun söluvirðis
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 17 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3178
26. júlí, 2007
Annað
Fyrirspurn
Í framhaldi af sölu eignarinnar Álfaskeið 57 og með vísan til samþykktar fjölskylduráðs frá 23. maí sl. er Framkvæmdaráði í samráði við Fasteignafélag Hafnarfjarðar/Húsnæðisskrifstofu heimilað að verja andvirði eignarinnar, kr. 39 milljónum, til kaupa á félagslegum leiguíbúðum og taka auk þess nauðsynleg leiguíbúðalán til þeirra kaupa allt að kr. 115 milljónir kr.
Svar

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkir með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og heimilar lántöku allt að 115 milljónir kr.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá og leggja fram eftirfarand bókun:
"Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði vísa til samþykktar um að
nýta söluandvirði Álfaskeiðs 57 til að kaupa leiguíbúðir. Hins vegar
ber að leggja áherslu á að nýtt kerfi sérstakra húsleigubóta tekur gildi
1. september 2007 og er það úrræði einmitt ætlað sem valkostur fyrir
þá sem eru í brýnustu þörf fyrir húsnæði. Leggja ber megináherslu á
að ná samningum við Öryrkjabandalag Íslands um lausn á
húsnæðismálum öryrkja í Hafnarfirði.

Fulltrúar Samfylkingarinnar vísa til samþykkta og bókana í fjölskylduráði og bæjarráði og áfangaskýrslu starfshóps um félagslegt húsnæði frá í júní 2007