Austurgata 25, byggingarleyfi
Austurgata 25
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 253
22. júní, 2010
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju bréf frá Kára Eiríkssyni Gunnarssundi 5, dags. 08.03.2010, þar sem hann óskar eftir að byggingarleyfi vegna breytingar á húsinu Austurgötu 25 verði fellt úr gildi, vegna ágalla á málsmeðferð. Þar sem ekki er ljóst hvort byggingarleyfið sé enn í gildi gerði skipulags- og byggingarfulltrúi 07.04.2010 eiganda Austurgötu 25 að stöðva framkvæmdir tímabundið þar til skorið hefur verið úr um málið. Lagt fram bréf Lúðvíks Kristinssonar Austurgötu 25 dags. 29.04 2010 ásamt gögnum um húsaverndunarstyrk. Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingamála í kæru Kára Eiríkssonar vegna málsins, dags. 14. júní, þar sem talið er að byggingarleyfið sé fallið úr gildi og kærunni vísað frá. Skipulags- og byggingarfulltrúi úrskurðaði 16.06.2010 að byggingarleyfið sé fallið ur gildi með tilvísan til úrskurðarorða Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála.
Svar

Lagt fram.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120022 → skrá.is
Hnitnúmer: 10029125