Landsnet, háspennulínur, breyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3352
30. maí, 2013
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju drög að samningi við Landsnet um landnýtingu vegna suðurvesturlínu. Sviðsstjóri skipulags- og byggingarmála mætti á fundinn og gerði grein fyrir viðræðum við Landsnet.
Svar

Bæjarstjóra er falið að ganga frá samkomulagi við Landsnet hf. í samræmi við drög að samningi sem lögð voru fram 2. maí sl. Bæjarráð leggur áherslu á að heimild verði í samningnum til að hækka verðið, ef matsnefnd eignarnámsbóta kemst að því að svo eigi að gera í þeim málum sem til þeirrar nefndar verður skotið vegna þeirra framkvæmda sem hér um ræðir. Samningurinn verði lagður fyrir bæjarráð til staðfestingar.
Bæjarráð leggur áherslu á að í samningi verði kveðið á um frágang lands komi til þess að landið falli aftur til bæjarins.