Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls og lagði fram svohljóðandi frestunartillögu:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og vísar því til frekari úrvinnslu bæjarráðs".
Gert stutt fundarhlé.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða frestunartillögu með 11 samhljóða atkvæðum.
Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks svohljóðandi bókun:
"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fallast á þá tillögu sem hér liggur fyrir að afgreiðslu þessa viðauka verði frestað og samningaviðræður teknar upp aftur enda er niðurrif Hamraneslína mikið hagsmunamál fyrir Hafnfirðinga og forsenda uppbyggingar byggðar í bæjarfélaginu."
Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign),
Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).