Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 22. júní 2017 vegna athugasemda sem bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að ljúka deiliskipulaginu Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjárnar í samræmi við 41. gr. laga nr. 123/2010.
Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir nýtt deiliskipulag með áorðnum breytingum fyrir Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjárnar og að skipulaginu verði lokið í samræmi við 41. gr. laga nr. 123/2010."
Pétur Óskarsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa máls.