Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjárnar, nýtt deiliskipulag
Kaldársel
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1669
23. nóvember, 2011
Annað
Fyrirspurn
8.liður úr fundargerð SBH frá 15.nóv. sl. Tekin til umræðu staða skipulags fyrir svæðið. Áður gerð grein fyrir viðræðum við forráðamenn Kaldársels. Þráni Haukssyni og Landslagi ehf hefur verið falið að hefja vinnu við skipulagið. Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið sem afmarkast af Kaldárhrauni og Gjánum til norðurs, vesturs og austurs og að rótum Undirhlíða til suðurs og fylgir þar vatnsbólsgirðingunni. Einnig að vinna verklýsingu fyrir skipulagið, kynna hana skv. 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og setja af stað fornleifaskráningu fyrir svæðið.
Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn samþykkir að unnin verðin tillaga að breytingu á aðalskipulagi fyrir Kaldárselssvæðið í samræmi við 30. gr. laga nr. 123/2010 skipulagslaga."
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu.