Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjárnar, nýtt deiliskipulag
Kaldársel
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 623
13. júní, 2017
Annað
Fyrirspurn
Tillagan var auglýst frá 06.04.2017-18.05.2007. Lagðar fram athugasemdir sem bárust. Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt á umhverfis- og skipulagsþjónustu mættir á fundinn vegna þessa máls.
Svar

Kaldárbotnar og Gjárnar eru ómetanlegar perlur Hafnarfjarðar sem ber að vernda. Skipulags- og byggingarráð fellst ekki á að frístundabyggð eða lóðir undir frístundahús verði samþykkt innan svæðisins og felur Umhverfis- og skipulagsþjónustu að sjá til þess að rusl og leifar af sumarhúsi verði fjarlægt sem allra fyrst. Jafnframt felur ráðið Umhverfis-og skipulagsþjónustu að taka saman svör við athugasemdum.